Golden Seafood Company

Golden Seafood Company er íslenskt fiskvinnslu- og útflutningsfyrirtæki staðsett nálægt höfninni í Hafnarfirði. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu, útflutningi og sölu sjávarafurða. Fyrirtækið framleiðir frystar, ferskar og saltaðar vörur. Framleiddar tegundir eru þorskur, ýsa, ufsi og langa. Golden Seafood Company er áreiðanlegt fiskvinnslufyrirtæki og einkunnarorð þess eru uppspretta, gæði og rekjanleiki. 

Það er ávallt stefna fyrirtækisins að uppfylla hæstu gæðastaðla. Golden Seafood Company býður upp á hágæða hráefni og þekkingu og stöðuga menntun starfsmanna sinna. Það veitir viðskiptavinum sínum bestu þjónustu sem í boði er á hverjum tíma. Innra eftirlit er mikilvægur hluti af stjórnun hvers fyrirtækis sem er ábyrgt fyrir framleiðslu og dreifingu matvæla. Vörur Golden Seafood eru framleiddar undir ströngu gæðaeftirlitiskerfi (HACCP).

Golden Seafood Company veitir áreiðanlegar upplýsingar um markaði á hverjum tíma. Það leitast við að byggja upp og viðhalda persónulegri tengingu við viðskiptavini og skapa þannig traust milli allra aðila.