Hafnarfjarðarhöfn er vinsæl hjá fólki á öllum aldri. Þar fylgist fólk með sjómönnum við vinnu og skip koma og fara. Hægt er að fara þaðan í hvalaskoðun, skemmtisiglingar og í sjóstangaveiði. Ein helsta ástæða þess að Hafnarfjörður var vinsæll verslunarstaður um aldir var sú staðreynd að það var besta náttúrlega höfnin við suðvestur Ísland og þó víðar væri leitað. Rás var hrein, botninn góður og vatnið djúpt. Í upphafi 20. aldar óx bærinn hratt og fiskiðnaður fylgdi í kjölfarið. Það varð fljótt afar mikilvægt að bæta hafnaraðstöðu og byggja bryggju fyrir stór skip. Þann 8. desember 1908 var hafnarreglugerð samþykkt fyrir Hafnarfjörð þar sem kveðið var á um greiðslu ákveðinni gjalda í sérstakan hafnarsjóð. Þetta lagði fjárhagslegan grunn fyrir nauðsynlegri hafnargerð.

Við framkvæmdir bryggju, sem hófst árið 1912, var stuðst við tækniteikningar verkfræðingsins Th. Krabbe. Byggingarstjórn var í höndum Bjarnar Jónssonar frá Bíldudal. Þann 28. desember 1912 lagði fyrsta skipið að nýju bryggjunni. Það var gufuskipið Sterling. Bryggjan var þó ekki formlega vígð fyrr en ári seinna við hátíðlega athöfn, þann 16. febrúar 1913. Fyrsti hafnarstjórinn hét Steingrímur Torfason. Bryggjan var eingöngu smíðuð úr timbri. Bryggjustólparnir voru klæddir málmi upp að sjávarmáli til verndunar gegn niðurbroti. Þrjár geymslur voru byggðar fyrir ofan bryggjuna og járnbrautarkerfi var lagt fyrir vagna og fraktflutninga að geymslum og meðfram höfninni. 

Árið 1919 ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar að selja bryggjuna til Ólafs V. Davíðssonar vegna taps í rekstri og skulda hafnarsjóðsins við bæjarfélagið. Tveimur árum síðar var bryggjan seld aftur, í þetta sinn til fyrirtækis sem hét Skipabryggja Ltd. Starfsemi á bryggjunni jókst hratt og það varð ljóst að bryggjan var orðin of lítil fyrir ört vaxandi iðnaðinn þar. Ákveðið var að byggja nýja 190 metra bryggju og stór hluti af höfninni var fljótlega dýpkaður. Þessum endurbótum var lokið í febrúar 1931. Næstu breytingar urðu árið 1960 þegar bryggjan var stækkuð. Árið 1969 var vék gamla bryggjan fyrir nýrri og stærri bryggju. Frá þeim tíma hefur Hafnarfjarðarhöfn sífellt verið að breytast og stækka.  

Hafnarfjörður varð til í hrauni sem rann úr Búrfelli fyrir um 7300 árum síðan. Hraunið rann út í sjó og myndaði undarleg og falleg form ofan við sjóinn. Húsin eru byggð þar sem pláss leyfir í hrauninu. Hafnarfjörður er þriðja stærsta bæjarsamfélag Íslendinga en þar búa rúmlega 21.000 íbúar. Atvinnulíf er blómlegt í Hafnarfirði og vex stöðugt.