Saltfiskur Ý grŠnni sˇsu me­ grŠnum spergli

 

Hráefni

Í saltfiskinn þarf:
  • 4 væna saltfiskbita (hnakkastykki), u.þ.b.180 gr hvern
  • 50 ml extra virgin ólífuolíu
  • 200 ml fisksoð
  • 2 hvítlauksgeira, saxaða
  • steinselju, saxaða

 

Í græna spergilinn þarf:
  • 16 spergilstilka
  • salt

Matreiðsla

Spergillinn:

Setjið spergilinn í sjóðandi saltvatn og hafið rúmt um hann, sjóðið í 1 mín. Látið renna af honum í sigti og kælið hratt í söltu ísvatni. Þegar hann er kældur, látið þá aftur renna af honum í sigti. Skrælið ystu húðina af með beittum hníf en látið grænu húðina vera. Skerið toppana og fremsta hluta stilkanna frá og sneiðið neðri hluta stilkanna þunnt með kartöfluhníf eða á mandólín-skera. Látið til hliðar.

 

Saltfiskurinn í grænu sósunni:

Hitið ólífuolíuna með hökkuðum hvítlauknum í hábarma pönnu eða víðum potti á lágum hita. Þegar laukurinn fer að taka lit, raðið þá fiskstykkjunum fallega í pottinn og látið roðhliðina snúa upp. Hreyfið pottinn rólega í hringi til að fiskurinn festist ekki við botninn og til þess að úr honum skiljist safinn og límkennt hlaupið sem í honum er, sem við nýtum í sósuna. Haldið áfram að hreyfa pottinn í hringi og bætið fisksoðinu við smátt og smátt. Sjóðið í 8 til 10 mínútur. Rétt áður en fiskurinn er tilbúinn, bætið þá við saxaðri steinseljunni og hreyfið pottinn til að tryggja að sósan sé flauelsmjúk og skilji sig ekki.

Lokahandtök og framreiðsla 

Setjið spergilsneiðarnar á miðjan diskinn/fatið, saltfiskinn þar ofan á og hellið grænu sósunni yfir. Skreytið með spergiltoppunum.