Laukgufusoðinn saltfiskur með brakandi pólentu

Hráefni

Í saltfiskinn þarf:
 • 500 gr saltfisk, skorinn í 125 gr teninga 
 • 1 l vatn
 • 1/2 blaðlauk
 • 1 hvítlauksgeira, saxaðan
 • 1 lítinn lauk
 • ögn af lárviðarlaufi
 • 2 stilka af vorlauk 
 • salt

 

Í pólentu- og kryddpylsuteningana þarf: 
 • 125 gr pólentu til skyndisuðu
 • 330 ml kjúklingasoð
 • 295 ml mjólk
 • 62 gr smjör
 • salt og pipar
 • 100 gr kryddpylsu, soðna*
 • eða aðra
 • ólífuolíu til steikingar

 

Í ostasósuna  þarf:
 • 600 ml rjóma
 • 250 gr rifinn ostur
 • salt og pipar

 

Í eplasidersírópið þarf:
 • 100 gr sykur
 • 250 ml eplasíder

 

Auk þess þarf:
 • graslauk, saxaðan
 • bambusgrind til að gufusjóða í

Matreiðsla

Brakandi pólentan og kryddpylsan:

Setjið soðið og mjólkina í pott og hellið pólentunni út í þegar suðan kemur upp. Sjóðið í 2 til 3 mínútur og hrærið allan tímann uns þetta er orðinn þykkur, sléttur grautur. Bætið kryddpylsunni og smjörinu út í, kryddið með salti og pipar. Blandið vel saman. Breiðið pólentuna út í smurt form og hafið hana u.þ.b. 2 sm þykka, setjið glæra filmu yfir og kælið í sólarhring (24 tíma). 

Ostasósan:

Hitið rjómann og ostinn í potti við vægan hita, má ekki sjóða. Þegar osturinn hefur bráðnað, takið þá pottinn af plötunni og þeytið með rafmagnsþeytara þangað til blandan er slétt og jöfn. Saltið og piprið. Setjið til hliðar. 

Eplasídersírópið:

Búið til ljósa karamellu úr sykrinum, vætið í með sídernum og látið sjóða þangað til áferðin er orðin eins og síróp. Kælið og setjið á flösku með spraututappa. Setjið til hliðar.

Saltfiskurinn:

Takið pott sem bambusgrindin passar í, setjið vatnið í hann og út í það allan laukinn, gróft saxaðan. Bætið við salti og kryddjurtunum, látið suðuna koma upp. Setjið bambusgrindina með vel röðuðum saltfiskteningunum í pottinn, lokið á og sjóðið í 12 til 15 mínútur við mjög vægan hita, rétt svo að örli á suðu. 

 

Lokahandtök og framreiðsla

Skerið pólentuna í  2x3 sm ferninga. Veltið upp úr hveiti og steikið eins og krókettur þar til þeir eru gullinbrúnir.fiegar saltfiskurinn er soðinn, takið hann þá úr gufugrindinni og látið leka af honum á diskaþurrku.Setjið tvo pólentuteninga í djúpan disk og saltfiskinn ofan á. Setjið þeytta ostasósuna ofan á eða til hliðar og skreytið með nokkrum dropum af eplasídersírópi og söxuðum graslauk.