Saltfiskspjót međ möndlu og karríedikssósu

Hráefni

Á spjótið þarf:
 • 500 gr saltfisk, hnakkastykki, u.þ.b. 180 gr hvert
 • 100 ml ólífuolíu
 • 1 hvítlauksgeira, saxaðan
 • 6 greinar af fersku rósmarín (sædögg)
 • rifið hýði af 1 sítrónu
 • 2 blaðlauka
 • 2 dökkar plómur
 • 8 sneiðar beikon

 

Í ediksósuna þarf:
 • 50 gr ristaðar möndlur
 • 250 gr ólífuolíu
 • 85 ml sherry-edik
 • 1 tsk karrý
 • 2 msk saxaðan graslauk
 • salt og pipar

 

Að auki þarf:
 • spjót, 25 sm löng
 • rósmarínblóm (sædaggarblóm) ef kostur er
 • saltflögur

Matreiðsla

Spjótin:

Skerið saltfiskstykkið í 8 teninga, u.þ.b. 2.5 sm á hlið. Setjið ólífuolíuna, hvítlaukinn, rósmarínið og sítrónuhýðið í litla skál, saltfiskinn út í og látið liggja í leginum í 1 klst. Skerið 8 lengjur af blaðlauk, u.þ.b. 3 sm hverja, léttsjóðið þær i saltvatni, kælið hratt og setjið til hliðar. Skerið plómurnar í fernt. Takið saltfiskinn upp úr kryddleginum og vefjið beikonsneið utan um hvern saltfisktening. Þræðið síðan upp á spjótin til skiptis tvo saltfiskteninga, blaðlauk og plómufjórðunga. Setjið til hliðar.

 

Möndlu- og karrí-edikssósan:

Malið ristaðar möndlurnar. Setjið í skál ásamt öðru sem tilgreint er og blandið vel saman. 

Lokahandtök og framreiðsla

Steikið spjótin gullinbrún á grilli eða pönnu með dálitlu af kryddaðri olíunni. Setjið síðan í 200°C heitan ofn í 2 eða 3 mínútur til að fullsteikja fiskinn. Framreiðið spjótin með dálitlu af möndlukarríedikssósunni, saltflögum og rósmarínblómum til skrauts.