Saltfiskur steiktur á grilli yfir viđarkolaeldi

Hráefni

Í saltfiskinn þarf:
 • 1 kg mjög góð saltfiskstykki (lundir/hnakkastykki)
 • 200 ml sérvalda (extra) jómfrúarolíu
 • 2 hvítlauksgeira
 • ögn af fersku óreganó
 • hýði af 1 sítrónu (aðeins gula hlutann)
 • ögn af Cayenne-pipar

 

Í salatið þarf:
 • 500 gr salat-tómata
 • 1 rauða papriku
 • 2 grænar paprikur
 • 1 vorlauk
 • ögn af fersku óregan (kjarrmyntu)
 • salt og pipar
 • sherry-edik
 • extra jómfrúarolíu
 • 10 safranþræði, ristaða og malaða

 

Í  kartöflurnar þarf:
 • 8 smáar kartöflur
 • salt og pipar
 • ólífuolíu 

 

Að auki þarf:
 • saltflögur
 • rósapipar 

Matreiðsla

Saltfiskurinn:

Skerið saltfiskstykkin til helminga og síðan á lengdina, snyrtið þau og setjið til hliðar. Blandið saman ólífuoliunni, kjarrmyntulaufunum, sítrónuhýðinu, cayenne-piparnum og fínt sneiddum hvítlauknum. Hitið að en ekki umfram 50°C, látið kólna. Setjið saltfiskstykkin, afþurrkuð, í kryddolíublönduna og látið liggja í henni í 1 klst.

Salatið:

Grófsaxið tómatana. Saxið paprikurnar og vorlaukinn/graslaukinn smátt. Blandið grænmetinu saman í skál ásamt saffraninu og hökkuðu óreganó og kryddið með salti, pipar, ediki og ólívuolíunni. Setjið til hliðar. 

Kartöflurnar:

Skolið kartöflurnar og þurrkið af þeim. Penslið þær með ólífuolíu og pakkið þeim inn, hverri fyrir sig í álpappír. Setjið til hliðar. 

Lokahandtök og framreiðsla

Takið saltfiskstykkin upp úr kryddolíunn og látið leka af þeim. Setjið þau á grillið og látið roðhliðina snúa niður. Grillið verður að vera vel heitt og  u.þ.b. 20 til 30 sm fyrir ofan kolaglóðirnar. Grillið í 10 til 12 mínútur, snúið stykkjunum siðan varlega svo roðið skemmist ekki og grillið í 5 mínútur til viðbótar. Rakið litlu kolaglóðunum saman í eitt hornið og setjið kartöflurnar ofan á þær og smávegis af glóðum svo ofan á kartöflurnar. Steikið í 15 til 20 mínútur. Takið saltfiskinn af grillinu og setjið á fat, látið hitann aðeins rjúka úr stykkjunum í nokkrar mínútur. Hitið kryddolíuna að suðu og helllið henni síðan dreift yfir saltfiskinn til að hita hann í gegn og til að olían blandist hlaupkenndum safanum úr fiskinum sem kann að hafa safnast fyrir á fatinu og úr verði smávegis sósa. Kryddið kartöflurnar með saltflögunum, piparnum og ólífuolíunni. Berið saltfiskinn fram með krydduðum kartöflunum, salatinu og þykktri sósunni.