Lauk- og paprikukássa og bökuđ epli undir saltfiskţaki

Hráefni

Í saltfiskinn þarf:
 • 2 væn saltfiskstykki (hnakkastykki), 250 gr hvert
 • blandaðan mulinn pipar: svartan, hvítan,
 • grænan, rósapipar og Jamaica-pipar
 • salt

 

Í lauk- og paprikukássuna þarf:
 • 2 rauðar paprikur
 • 2 grænar paprikur
 • 2 litla rauðlauka
 • ólífuolíu
 • salt og pipar
 • eplaedik

 

Í bökuðu eplin þarf:
 • 2 epli (Golden Rose)
 • sykur
 • salt
 • smjör

 

Í hvítlauks- og chili-sósuna þarf:
 • 5 hvítlauksgeira
 • 3 sneiðar/hringi af þurrkuðum rauðum chili
 • 50 ml ólífuolíu
 • 50 gr af grænni papriku, saxaðri
 • 100 gr af kartöflum, gróft skornum
 • 300 ml fiskisoð
 • 5 dropa Tabasco-sósu
 • salt og pipar

 

Að auki þarf:
 • stökkar saltfiskroðsræmur
 • klettasalat (rucula)

Matreiðsla

Saltfiskurinn:

Þurrkið saltfiskstykkin með eldhúspappir svo þau séu örugglega vel þurr og pakkið þeim þétt inn í eldhúsfilmu. Frystið í a.m.k. 2 tíma. Afþýðið saltfiskstykkin aðeins (rétt nægilega mikið til þess að þau detti ekki í sundur þegar þau eru skorin) og skerið þau í þunnar sneiðar með álegggshníf eða ámóta. Raðið sneiðunum á tvær smjörpappírsarkir/bökunarpappír þannig að þær skarist dálítið, 6 eða 7 á hvora. Setjið til hliðar í kæligeymslu/kæliskáp.

Papriku- og lauksósan:

Berið dálítið af olífuolíu á paprikurnar, stráið á þær salti og pakkið þeim inn hverri fyrir sig, í álpappír. Afhýðið laukinn og farið eins að við hann. Setjið hvorutveggja pakkana á bökunarplötu og inn í ofn í 1 og 1/2 klst og snúið þeim einu sinni, þegar bökunartíminn er hálfnaður. Takið út úr ofninum og kælið. Afhýðið og fræhreinsið paprikurnar og skerið þær í u.þ.b. 1 til 2 sm breiðar ræmur. Plokkið laukinn sundur með fingrunum. Setjið hvorttveggja grænmetið í skál og helllið eplaedikinu og ólífuolíunni yfir, saltið. Setjið til hliðar.

Bökuðu eplin:

Skerið hvert epli í 8 hluta og raðið þeim á bökunarpappír/smjörpappír. Stráið sykri og ögn af salti yfir, bætið nokkrum smjörklípum við og bakið í ofni í 10 mínútur við180°C. Takið út úr ofninum og setjið til hliðar.

Hvítlauks- og chili-sósan:

Bregðið paprikunum á pönnu með matskeið af ólífuolíu en látið þær ekki brúnast. Bætið kartöflunum við, afhýddum og skornum í teninga, hrærið í nokkrum sinnum svo olían síist inn, og vætið með fiskisoðinu. Hitið að suðu og bætið út í þunnt sneiddum hvítlauknum og chili-hringjunum sem léttsteiktir voru í 50 ml af ólífuolíunni. Látið leka af þessu áður en það er sett út í blönduna. Kraumið síðan við vægan hita uns kartöflurnar eru soðnar. Maukið í blandara og þeytið uns sósan verður slétt og mjúk. Saltið að smekk, bætið tabasco-sósunni út í og setjið til hliðar.Lokahandtök og framreiðsla 

Látið 4 kryddlegin eplastykki á framreiðslufat/disk, setjið nokkrar matskeiðar af kássunni ofan á og þekið með niðursneiddum saltfisknum. Hitið saltfisksneiðarnar og eldið varlega með hjálp eldhús-gasbrennara.  Stráið möluðum, blönduðum pipar úr kvörninni yfir, ásamt saltflögunum og dreifið nokkrum dropum af ólífuolíu yfir. Setjið sósuna öðrum megin á diskinn/fatið og nokkur klettasalatsblöð til hliðar, ásamt saltfiskroði.