Steiktur saltfiskhnakki meğ papriku og karamellusultuğum lauk

Hráefni

Í saltfiskinn þarf:
  • 4 hnakkastykki af útvötnuðum saltfiski,
  • 250-260 gr hvert
  • ólífuolíu til steikingar

 

Í steiktu grænu paprikurnar þarf:
  • 6 grænar paprikur
  • 1 hvítlauksgeira, fínt sneiddan eða saxaðan  
  • 100 gr extra virgin ólífuolíu

 

Í karamellusultaðan laukinn þarf:

  • 5 stóra lauka
  • 1 tesk salt
  • 1 tesk sykur
  • 150 gr extra virgin ólífuolíu

Matreiðsla

Grænu paprikurnar:

Skerið grænu paprikurnar í u.þ.b. 2 sm breiða strimla eða ræmur. Setjið jómfrúarólífuolíuna á pönnu/í lágan pott og steikið paprikurnar við mikinn hita. Takið þær upp með fiskispaða þegar þær byrja að mýkjast og áður en þær missa skærgræna litinn, látið leka af þeim. Léttsteikið hvítlaukinn í sömu olíunni, takið hann upp og setjið út í grænu paprikurnar. Saltið og setjið til hliðar.

 

Karamellusultaði laukurinn:

Skerið laukinn í fína strimla. Hitið jómfrúarólífuolíuna á pönnu, setjið laukinn út í og léttsteikið í nokkrar mínútur við mikinn hita. Lækkið síðan hitann og látið laukinn mýkjast við vægan hita uns hann er fulleldaður og orðinn fallega gullinbrúnn. Smakkið til. Setjið til hliðar.

 

Saltfiskurinn:

Skerið saltfiskstykkin í tvennt, þannig að úr verði 8 stykki á 125 til 130 gr hvert. Þurrkið af þeim vætu ef einhver er. Hitið ólífuolíuna á pönnu uns fer að rjúka af henni og setjið þá 4 saltfisk-stykki á hana -  það er best að steikja fiskinn í tvennu lagi  svo olían haldi kjörhita fyrir steikinguna. Snúið stykkjunum við eftir 3 til 5 mínútur til að ljúka elduninni. Þau ættu þá að vera steikt í gegn, fallega brún en þó mjúk og safrík að innan. Farið eins að með seinni skammtinn. 

 

Lokahandtök og framreiðsla

Ljúkið við að steikja saltfiskinn, setjið hann strax á fat/diska, ofan á grænu paprikurnar og dreifið karamellusultuðum lauknum yfir.