Saltfisksalat međ focaccia brauđi og hvítlaukssósu

Hráefni

Í saltfisksalatið þarf:
 • 500 gr af vænum saltfiskstykkjum,
 • 2 stóra tómata
 • 12 kirsuberjatómata, mauksoðna
 • 1 lauk, skorinn í fína strimla
 • 8 svartar ólífur, fínt sneiddar
 • 1 msk af saxaðri steinselju
 • salt og svartan pipar
 • vínedik
 • extra virgin ólífuolíu 

 

Í óreganó-kryddaða focacciabrauðið þarf:
 • 1 kg fínt hveiti
 • 500 ml vatn
 • 20 gr salt
 • 75 ml þurrt hvítvín
 • 75 ml          ólífuolíu
 • 50 gr ferskt ger
 • 2 msk ferskt, saxað óreganó
 • gróft salt

 

Í hvítlaukssósuna þarf:
 • 125 grófsaxaðan hvítlauk
 • 75 ml ólífuolíu
 • 100 ml rjóma
 • salt

 

Auk þess þarf:
 • karsa, vorlauk, ferskan graslauk, ferskt óreganó, jólasalat og lollo rosso
 • svartan pipar, nýmulinn

Matreiðsla

Óreganókryddaða focaccia-brauðið:

Hrærið gerið út í dálitlu af vatninu. Setjið hveitið, saltið, vínið, óreganóið og ólífuolíuna í skál og blandið saman, bætið vatninu með gerinu út í smátt og smátt. Hnoðið í 10 mínútur. Látið deigið hvíla í olíuborinni skál á heitasta staðnum í eldhúsinu í 90 mínútur. Á þeim tíma ætti deigið að hafa lyfst. Rúllið því út með kökukefli á hveitistráðu bretti/borði og setjið síðan á olíupenslaða bökunarplötu, mótið það eins og dæmigert focaccia-brauð og reynið að hafa þykktina u.þ.b. 5 cm. Látið það lyfta sér í tvöfalda stærð. Stráið dálitlu salti og dreifið smávegis af olíu yfir brauðið. Bakið við 220°C í 15 til 20 mínútur, eftir því hve þykkt þið hafið haft brauðið. Kælið og setjið til hliðar.

 

Hvítlaukssósan:

Setjið hvítlaukinn í pott með köldu vatni, látið suðuna koma upp og sjóðið í 15 mínútur. Setjið í sigti og látið svo krauma í ólífuolíunni í 10 mínútur. Hellið olíunni af (og geymið), sjóðið hvítlaukinn í rjómanum í 10 mínútur. Setjið í matvinnsluvél/blandara og bætið olíunni út í, í mjórri bunu, til að  þykkja sósuna. Saltið og setjið til hliðar.

 

Saltfisksalatið:

Plokkið sundur saltfiskstykkin með fingrunum, fjarlægið roð og bein. Látið liggja í olífuolíunni í 1 klst. Stráið salti á laukinn og hellið edikinu yfir. Setjið til hliðar. Skerið stóru tómatanaí teninga og setjið í skál ásamt mauksoðnum kirsuberjatómötunum, ólífunum og steinseljunni. Bætið út í nokkrum matskeiðum af olíunni sem saltfiskurinn var látinn liggja í og blandið saman. Setjið saltfiskinn út í og ediksleginn laukinn og blandið létt. Bætið öðru hráefni út í. Smakkið til og setjið til hliðar.

 

 

Lokahandtök og framreiðsla

Skerið sneiðar af focaccia-brauðinu, ristið þær og nuddið með hvítlauk. Setjið dálítið af salatinu á hverja sneið og berið fram með hvítlaukssósunni, vorlauknum, kryddjurtum og tilreiddu blaðsalatinu. Malið loks svartan pipar yfir beint úr kvörninni.