Saltfisksalat međ kjúklingabaunamauki og skalottlauk- og ediksósu

Hráefni

Í kjúklingabaunamaukið þarf:
 • 250 gr kjúklingabaunir
 • 1 lauk
 • 1 lárviðarlauf
 • 1 geira hvítlauk
 • 75 ml extra virgin ólífuolíu
 • 2 msk sesamfræjamauk (Tahine)
 • Í saltfiskflögurnar þarf:
 • 500 gr saltfisk, þykk stykki
 • 1 l soð af kjúklingabaununum
 • salt

 

Í skalottlauks-edikssósuna þarf:
 • 4 skalottlauka
 • 100 ml Modena (balsamic) edik
 • 300 ml extra virgin ólífuolíu
 • 2 msk saxaðan vorlauk
 • salt

 

Í spínatið þarf:
 • 100 gr spínatlaufblöð
 • 150 gr rauð spínatlaufblöð
 • skalottulauksedik eftir þörfum
Auk þess þarf:
 • 15 kjúklingabaunir, sykursoðnar
 • 2 eggjarauður
 • ögn af malaðri reykþurrkaðri papriku (Pimentón de la Vera)

Matreiðsla

 

Kjúklingabaunamauk (hummus):

Leggið kjúklingabaunirnar í bleyti í a.m.k. 12 tíma. Skolið þær og sjóðið í miklu vatni ásamt lauknum og lárviðarlaufinu uns þær eru orðnar mjúkar. Síið soðið frá og geymið. Takið frá 15 kjúklingabaunir til að sykursjóða. Merjið hinar kjúklingabaunirnar ásamt hvítlauknum, sesamfræjamaukinu og bætið ólífuolíunni úti smátt og smátt. Hrærið saman uns þetta er orðið að sléttu mauki. Ef með þarf má bæta út í nokkrum msk af soðinu sem geymt var. Saltið og piprið. Setjið til hliðar.

 

Saltfiskflögurnar:

Látið suðuna koma upp á kjúklingabaunasoðinu, setjið saltfiskstykkin út í ásamt ögn af salti. Látið suðuna koma upp aftur og sjóðið í 7 mínúur við vægan hita. Takið pottinn af eldavélinni og látið bíða í 5 mínútur í viðbót. Færið saltfiskinn upp, fjarlægið roðið og látið fiskinn kólna. Plokkið fiskinn i sundur í flögur eins og honum er eðlilegt. Setjið til hliðar og hafið filmu yfir.

 

Skalottlauka-edikssósan:

Saxið skalottlaukinn smátt. Setjið saltið, edikið og ólífuolíuna í skál og þeytið vel saman. Bætið söxuðum skalottulauknum og vorlauknum út í, blandið saman og setjið til hliðar.

 

Spínatið:

Skolið spínatið upp úr köldu vatni. Takið það upp og látið leka af því, þerrið og setjið til hliðar.Lokahandtök og framreiðsla 

Setjið hráefnið í salatið saman, fyrst kjúklingabaunamaukið og ofan á hana saltfiskflögurnar. Setjið spínatið til hliðar og hellið edikssósunni yfir. Setjið loks sykursoðnu kjúklingabaunirnar efst og stráið yfir þær ögn af reykta paprikuduftinu. Berið eggjarauðurnar fram með réttinum sem sósu.