Djúpsteiktar gellur á spjóti međ pil-pil sósu

Hráefni

Í pil-pil sósuna þarf:

  • 700 gr af kúrbít (zucchini) eða graskeri
  • 2 appelsínur
  • 100 gr smjör
  • 200 gr pil-pil saltfiskmauk (úr afskurði og roði)

 

í gellurnar þarf:

  • 25 saltaðar þorskgellur
  • 3 fersk egg
  • hveiti
  • salt
  • ólífuolíu til steikingar

 

Að auki þarf:

  • svartólífusalt (Flor de sal de aceitunas negras) eða Hawai-salt og appelsínubörk

Matreiðsla

 

Pil-pil sósan með kúrbít og appelsínu:

Skerið kúrbítinn í smáa, jafna teninga og gufusjóðið þá í ofni eða gufupotti. Setjið í sigti og fjarlægið síðan alla vætu á pönnu/í potti við háan hita. Maukið síðan í matvinnsluvél/blandara með mýktu smjörinu og rifnu appelsínuhýðinu, ásamt ögn af sykri og salti. Þeytið uns maukið er orðið slétt og mjúkt. Síið og blandið svo saman við pil-pil maukið smátt og smátt uns sósan er slétt. Saltið og setjið til hliðar.

 

Gellurnar:

Þurrkið gellurnar og snyrtið. Þræðið hverja fyrir sig upp á bambustein, stráið dálitlu hveiti á þær og dýfið síðan í egg þeytt mð salti. Steikið í rjúkandi heitri ólífuolíu, þannig að  þær stikni hratt og verði gullinbrúnar að utan en safaríkar og mjúkar að innan.

Lokahandtök og framreiðsla 

Berið gelluspjótin/teinana fram með kúrbít- og appelsínublandaðri pil-pil sósunni, svartólífusaltinu og dálitlu af appelsínuhýði.