Saltfiskhamborgarar í paprikubrauđi

Hráefni

Í saltfiskinn þarf:
 • 500 gr af rifnum saltfiski /saltfisksmælki
 • 50 gr af reyktum fiski
 • 125 gr soðnar kartöflur
 • 50 gr lauk, léttsoðinn eða steiktan
 • 35 gr þeytt egg
 • 1 msk af saxaðri steinselju
 • ögn af múskati
 • svartur pipar beint úr kvörninni
 • salt eftir þörfum

 

Í paprikubrauðið þarf:
 • 250 gr hveiti
 • 5 gr lyftiduft
 • 15 gr sykur
 • 5 gr fínt salt
 • 25 gr smjör
 • 50 ml kalt vatn
 • 50 gr rauðar paprikur
 • 1 msk ólífuolíu
 • 1 msk vatn
 • 1/2 hvítlauksgeira
 • 1 tsk rautt paprikuduft
 • sesam-fræ
 • 1 eggjahvítu

 

Í hvítlaukssósuna þarf:
 • 2 eggjarauður (36 gr)
 • 2 msk volgt vatn
 • 2 hvítlauksgeira, saxaða
 • safann úr 1/2 sítrónu
 • 150 ml ólífuolíu
 • 150 ml sólblómaolíu
 • 1/2 tsk salt 

 

Í sætkartöfluflögurnar þarf:
 • 5 sætar kartöflur
 • ólífuolíu til steikingar
 • salt 

 

Að auki þarf:
 • blaðsalat, nokkur blöð
 • rauðlauk, fínt sneiddan
 • bambusteina/spjót

Matreiðsla

Saltfiskhamborgararnir:

Setjið vatn í pott og teskeið af salti út í og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann eins og mögulegt er, setjið saltfisksmælkið út í og látið krauma í u.þ.b. 5 mínútur. Takið saltfiskinn upp, látið leka af honum í sigti og kælið. Setjið síðan í skál ásamt soðinni kartöflunni, lauknum og reykta fisknum, söxuðum. Hnoðið saman með höndunum eins og deig. Bætið út í salti, egginu, steinseljunni og kryddinu. Blandið saman og hnoðið uns deigið hefur samlagast. Skiptið deiginu í u.þ.b. 30 gr skammta og mótið hamborgara, ekki stærri en 5 sm í þvermál. Setjið til hliðar á smjörpappír/bökunarpappír og látið filmu yfir.

 

Paprikubrauðið:

Látið rauðu paprikurnar, hvítlaukinn, matskeið af vatni og ólífuolíuna ásamt paprikuduftinu í matvinnsluvélina/blandarann. Maukið. Setjið til hliðar. Látið hveitið, saltið, sykurinn og smjörið í skál. Blandið saman með fingrunum. Gerið holu í miðjuna og setjið í hana gerið/lyftiduftið sem áður hefur verið leyst upp í köldu vatninu, og paprikublönduna. Blandið þessu saman, hnoðið á vinnuborðinu í u.þ.b. 10 mínútur og látið hvíla í 10 mínútur til viðbótar. Skerið þetta síðan niður í u.þ.b. 20 gr bita og mótið  litlar kúlur. Setjið á olíupenslaða/smurða bökunarplötu og látið lyfta sér um helming. Penslið með þeyttri eggjahvítu og stráið sesamfræjum yfir. Bakið við 200°C í 15 til 20 miínútur.

 

Hvítlaukssósan:

Setjið allt hráefnið nema olíuna í matvinnsluvélarskálina eða blandarakönnuna. Þeytið þangað til hvítlaukurinn er maukaður og bætið þá olíunni við, smátt og smátt. Haldið áfram að þeyta uns komin er slétt sósa. Ef hún er mjög þykk má bæta út í hana nokkrum matskeiðum af rjóma.

 

Sætkartöfluflögurnar:

Skerið sætkartöflurnar í mjög fínar sneiðar á mandólín-skera. Setjið flögurnar í skál með ísvatni, látið þær vera þar í nokkrar mínútur en setjið svo í sigti og látið leka af þeim. Þurrkið þær síðan vandlega í diskaþurrku.  Steikið í ríkulegri ólífuolíu við160°C. Setjið á eldhúspappír, stráið salti á þær og setjið til hliðar.

Lokahandtök og framreiðsla 

Steikið hamborgarana gullinbrúna báðum megin á teflon-pönnu í dálítilli olíu. Skerið brauðin sundur í miðjunni, setjið dálítla hvítlaukssósu á neðri helminginn og hamborgarann ofan á, þar á ofan salatblað og rauðlauk. Látiðið efri helminginn (lokið) ofan á og stingið bambusprjóni í gegn til að festa þetta saman. Berið fram með sætkartöfluflögunum í einnota pappírspokum.