Saltfiskeggjakaka

Hráefni

  • 500 gr af rifnum saltfiski/saltfisksmælki
  • 8 fersk egg
  • 2 stórir laukar
  • 1 stór græn paprika eða 2 litlar
  • 1 endastykki af rauðum chilipipar, saxað
  • 1 msk steinselja, söxuð
  • 50 gr jómfrúarólífuolía

Matreiðsla

Fyrst er að sjóða saltfiskinn: setjið saltfisksmælkið í pott með sjóðandi vatni og látið suðuna koma aftur upp, lækkið þá hitann og látið sjóða í 5 mínútur við miðungs hita. Einnig má gera þetta í örbylgjuofni: setjið saltfisksmælkið á disk og gegnsæja filmu yfir og sjóðið í 5 mínútur á lágum straum. Hvor aðferðin sem notuð er, látið leka af fiskinum og setjið til hliðar. Skerið laukinn og grænu paprikurnar í strimla. Hitið ólífuolíuna í potti eða á pönnu, setjið grænmetið út í, rauða chiliið og ögn af salti. Látið krauma uns grænmetið hefur mýkst og er að fara að taka lit. Saltið og setjið til hliðar.

Lokahandtök og framreiðsla 

Setjið grænmetið á hábarma pönnu (tortilla-pönnu), u.þb. 24 sm í þvermál, á háum hita, með  dálitlu af olíunnu úr maukinu, bætið saltfisknum út í og saxaðri steinseljunni, hrærið nokkrum sinnum til að blanda öllu vel saman. Bætið þeyttum eggjunum út í og hrærið vel, svo eggjahræran festist ekki við botninn. Látið stífna og mótið í rúnaða eggjaköku, sem ætti að vera gullinbrún að utan en mjúk og safarík að innan. Færið yfir á framreiðslufat og berið strax fram.