Saltfiskur me­ steinseljufro­u

Hráefni

Í saltfiskinn þarf:
 • 600 gr af rifnum saltfiski/af saltfisksmælki
 • 2 lauka
 • 2 grænar paprikur
 • 1 rauða papriku
 • 4 hvítlauksgeira, saxaða
 • aldinkjöt úr 8 choricero-paprikum (selt í sælkeraverslunum)
 • 200 gr tómatsósu
 • endastykki af þurrkuðum rauðum chili-pipar, saxað
 • 100 gr ólífuolíu
 • steinselju, hakkaða
 • salt

 

Í steinseljufroðuna þarf:
 • 1 litra af fiskisoði
 • 300 gr af steinseljulaufi
 • 12 gr af soja-lesítíni
 • salt 

Matreiðsla

Saltfiskurinn:

Skerið laukinn og paprikurnar í fína strimla eða ræmur. Setjið ólífuolíuna í pott við vægan hita og kraumið grænmetið ásamt hvítlauknum, rauðu chiliinu og ögn af salti, uns það er orðið mjúkt og gullinbrúnt. Bætið saltfisksmælkinu út í, reynið að hafa bitana ámóta stóra. Léttsteikið í nokkrar mínútur til þess að saltfiskurinn taki í sig bragðið af grænmetiskássunni. Bætið út í aldinkjötinu af choricero-paprikunum og tómatsósunni. Sjóðið allt saman við vægan hita í 12 til 15 mínútur og hristið pottinn öðru hvoru, þannig að innihaldið þykkist af sjálfu sér, án þess að festast við botninn. Smakkið til þegar rétturinn er fulleldaður.
 

Steinseljufroðan:

Setjið fiskisoðið, saltið og steinseljublöðin í matvinnslutæki eða blandara. Þeytið á hámarkshraða í 5 mínútur. Látið í sigti og síið svo gegnum tau. Bætið lesítíninu út í og þeytið þar til freyðir.

Lokahandtök og framreiðsla 

Hristið pottinn einu sinni enn til að vera viss um að saltfiskkásssan sé mátulega þykk og fullelduð. Setjið saxaða steinseljuna út á og látið þetta í litlar skálar með steinseljufroðunni efst. Berið fram með hvítlauksristuðu brauði og extra virgin ólífuolíu.